SKÁLDSAGA Á ensku

The Hound of the Baskervilles

The Hound of the Baskervilles var þriðja skáldsagan sem Arthur Conan Doyle skrifaði um þá félaga Sherlock Holmes og Watson lækni. Hún kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu The Strand á árunum 1901-1902. Doyle sem hafði þá ekki skrifað neitt um Holmes í átta ár og látið hann deyja í í bókinni The Final Problem hóf að skrifa söguna þegar hann kom heim til Englands eftir að hafa starfað sem læknir í sjálfboðavinnu í Suður-Afríku á tímum Búastríðsins. Lætur hann söguna gerast fyrir dauða Holmes, en hann átti síðar eftir að vekja Holmes til lífsins og skýra dauða hans í The Final Problem með því að Holmes hafi þar sviðsett eigin dauða.

Sagan byggir á gamalli þjóðtrú um djöfulóðan hund og ríkan óðalsbónda sem álög hvíldu á. Er hún gríðarlega spennandi og myrkari en fyrri sögur Doyles um Holmes. Sérfræðingar í Holmes sögum telja söguna þá bestu í flokknum um Holmes. Í könnum sem BBC gerði árið 2003 var hún valin í 128. sæti yfir þær bækur sem mest eru lesnar og elskaðar af enskum lesendum.


HÖFUNDUR:
Arthur Conan Doyle
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 196

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :